19.9.2010 | 14:21
Langhlaupari snýr við
Hefðbundin liðsuppstilling á sunnudagsmorgni í haustblíðunni: Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Flosi, Jörundur, ritari og svo Rene í fyrsta skipti á sunnudegi. Frænda voru færðar árnaðaróskir í tilefni af sigri liðs hans í 1. deildinni og uppfærslu í úrvalsdeild. Hann var að sínu leyti sáttur við sína menn. Farið rólega út. jörundur nykominn úr smalamennsku í Borgarfirði og því lúinn eftir miklar göngur. Enda fór svo að hann dróst fljótlega aftur úr okkur og endaði með því að snúa við, bar við verkjum fyrir brjósti.
Við hinir áfram hefðbundið og gerðum stans í Nauthólsvík. Það er mikil vinna að vígja nýjan mann inn í hefðir sunnudagshlaupa og gekk á því alla leið inn að Kirkjugarði. Þar var enn og aftur rifjuð upp sagan af Brynleifi menntaskólakennara og frú Guðrúnu eiginkonu hans. Söguna flutti Ólafur frændi minn með nánast sama orðavali og staðreyndum og í fyrri flutningi.
Við áfram hjá Veðurstofu og þar dúkkaði upp hjólreiðamaður. Menn hrópuðu "Hjól!" - en þá kom í ljós að þetta var blómasalinn á leiðinni að sækja bíl sinn oní bæ - gat ekki látið hjá líða að heilsa upp á okkur, hafði farið eina 28 km í gær og hvíldi því í dag. Fylgdi hann okkur frænda frá Stokki og niður á Sæbraut og var margt skrafað og skeggrætt. M.a. bar á góma frássögn í blaði af eftirvæntingu blaðakonu vegna keppninnar Hrepparnir keppa. Frásögninni fylgdi ljosmynd af manni sem við þekkjum og myndatextinn þessi: "Skemmtilegur." Töldu menn eðlilegt að haft yrði samband við blaðakonuna og hún beðin um að gera grein fyrirr þessari einkunnargjöf.
Fórum um miðbæ, en hann var nánast tómur. Ólafur stoppaði á Austurvelli til þess að rabba við konu sem hann varð að eiga orðastað við. Er komið var til Laugar var þar dr. Jóhanna á leið út að hlaupa með útvarp í eyra. Í potti hefðbundin liðsskipan og einum betra: mættur Ólafur Jóhannes Einarsson frá Brussel. Ólafur frændi hóf að segja söguna af Brynleifi menntaskólakennara, en lenti þá í því að dr. Einar Gunnar gat upplýst viðstadda um að hann hefði sjálfur verið nemandi á Akureyri á þeim tíma er um ræðir og hann gat leiðrétt flestar staðreyndavillur í frásögn frænda míns, en þær voru nokkrar. Það hlakkaði í dr. Baldri sem hefur öðrum fremur haldið á lofti því sjónarmiði að frændi minn sé ónákvæmur í framsetningu staðreynda, svo að það sé nú pent orðað.
Loks urðu menn að haska sér enda stórleikur í sjónvarpi.
Við hinir áfram hefðbundið og gerðum stans í Nauthólsvík. Það er mikil vinna að vígja nýjan mann inn í hefðir sunnudagshlaupa og gekk á því alla leið inn að Kirkjugarði. Þar var enn og aftur rifjuð upp sagan af Brynleifi menntaskólakennara og frú Guðrúnu eiginkonu hans. Söguna flutti Ólafur frændi minn með nánast sama orðavali og staðreyndum og í fyrri flutningi.
Við áfram hjá Veðurstofu og þar dúkkaði upp hjólreiðamaður. Menn hrópuðu "Hjól!" - en þá kom í ljós að þetta var blómasalinn á leiðinni að sækja bíl sinn oní bæ - gat ekki látið hjá líða að heilsa upp á okkur, hafði farið eina 28 km í gær og hvíldi því í dag. Fylgdi hann okkur frænda frá Stokki og niður á Sæbraut og var margt skrafað og skeggrætt. M.a. bar á góma frássögn í blaði af eftirvæntingu blaðakonu vegna keppninnar Hrepparnir keppa. Frásögninni fylgdi ljosmynd af manni sem við þekkjum og myndatextinn þessi: "Skemmtilegur." Töldu menn eðlilegt að haft yrði samband við blaðakonuna og hún beðin um að gera grein fyrirr þessari einkunnargjöf.
Fórum um miðbæ, en hann var nánast tómur. Ólafur stoppaði á Austurvelli til þess að rabba við konu sem hann varð að eiga orðastað við. Er komið var til Laugar var þar dr. Jóhanna á leið út að hlaupa með útvarp í eyra. Í potti hefðbundin liðsskipan og einum betra: mættur Ólafur Jóhannes Einarsson frá Brussel. Ólafur frændi hóf að segja söguna af Brynleifi menntaskólakennara, en lenti þá í því að dr. Einar Gunnar gat upplýst viðstadda um að hann hefði sjálfur verið nemandi á Akureyri á þeim tíma er um ræðir og hann gat leiðrétt flestar staðreyndavillur í frásögn frænda míns, en þær voru nokkrar. Það hlakkaði í dr. Baldri sem hefur öðrum fremur haldið á lofti því sjónarmiði að frændi minn sé ónákvæmur í framsetningu staðreynda, svo að það sé nú pent orðað.
Loks urðu menn að haska sér enda stórleikur í sjónvarpi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.