17.9.2010 | 20:28
Piskan som kittlar, kittlar inte heller.... deras feeeeta nackar!
Hlaupasamtök Lýðveldisins eru samtök vináttu og drengskapar. Þar eru haldin í heiðri öll helztu gildi nútíma samfélags í Vesturbænum. Í dag fengum við tækifæri til þess að færa Kára árnaðaróskir í tilefni af afmæli hans og jafnvel syngja fagurt ljóð í potti. Meira um það seinna.
Það kann að koma einhvejrum á óvart, en í hlaupi dagsins vorum við aðeins mættir, helztu drengirnir. Það voru Þorvaldur, Ágúst, Flosi, dr. Karl Gústaf, Kári, blómasalinn, ritari, Bjössi, Biggi, Ragnar, Frikki, Jörundur, Siggi Ingvars - og svo kom óvæntur gestur inn í hópinn á leiðinni. Í upphafi var prófessorinn inntur eftir hlaupi frá Gljúfrasteini. Það kom á hann og hann var greinilega óundirbúinn fyrirspurninni. Kom í ljós að hann hafði undirbúið prívat fjölskylduhlaup en gerði síður ráð fyrir að fleiri bættust í hópinn. Menn "mættu" sosum koma ef þeir vildu. Yrði í því tilviki mæting við Vesturbæjarlaug kl. 9:00 í fyrramálið, 18. september, ekið sem leið liggur upp að Gljúfrasteini, og hlaupið þaðan 9:30. Ekki voru frekari ráðstafanir og þegar spurt var hvort fleiri bílar yrðu en hans eigin prívata rennireið, þá glúpnaði hann bara og yppti öxlum. Þrátt fyrir óvissuna gáfu menn hlaupið ekki alfarið upp á bátinn, sbr. niðurlag frásagnar þessarar.
Þar sem það voru bara við helztu drengirnir sem mættu var enginn sem leiddi hugann að sjóbaði og var því stefnan sett beint á hefðbundið, Ægisíðu og innúr. Fagurt veður, sól, stillt, hiti um 8 gráður, gott veður til hlaupa. Fórum rólega af stað. Ég fylgdi prófessornum eftir og reyndi að fá einhverja glóru í hlaup morgundagsins, en gekk illa. Leyfði honum að róa sinn sjó, en tók upp spjall við Jörund, sem er einhver mestur og ágætastur hlaupari okkar. Hann kvaðst vera á leið í smalamennsku í Borgarfirði þar sem honum yrði umbunað með reyktum sauð.
Enn og aftur lenti maður milli hópa, þeir sem fóru í metnaðarleysi Þriggjabrúa sl. miðvikudag settu upp hraðann nú og fóru á 5 mín. tempói, og prófessorinn með þeim. Við hinir sem fórum 22 km vorum rólegri og vildum fara á tempói þar sem okkur liði vel. Er komið var að flugvelli sáum við að þeir sem fremstir fóru höfðu tínt upp kvenmann af vegi sínum. Þrátt fyrir að ritari sé bæði ómannglöggur og illa sjáandi virtist honum sem þetta gæti verið dr. Jóhanna, dæmandi af hæð og hlaupastíl. Kom á daginn í lok hlaups að hann hafði á réttu að standa. En hvað hún var að gera á þessum slóðum, og ekki á Nesi, veit enginn.
Ég sýndi af mér þá vináttu og gæzku að doka við eftir þeim blómasalanum, Bjössa og Bigga í Öskjuhlíð. Heyrði ég ekki betur en blómasalinn kallaði: "Bíddu, bíddu! Ekki fara svona hratt!" Þetta var skynsamleg ákvörðun, þeir voru á svipuðu róli og ég, ýmist meiddir, þreyttir eða hvort tveggja. Á þessum kafla sagði Bjössi okkur söguna af því þegar hann fór í bíó með tveimur mestu karlrembum landsins og þeir horfðu á Nick Nolte fella tár í faðmi konu yfir lífi sínu. Þeir gengu út af myndinni.
Á Klömbrum var rifjuð upp sagan af því þegar Björn átti erindi við Bigga, flutti samfellda ádrepu um Framsóknarflokkinn frá Vesturbæjarlaug að trénu hans Magga á Klömbrum, og Biggi hafði jánkað öllu sem kokkurinn sagði á leiðinni, og Biggi botnaði díalóginn með því að ljúka lofsorði á Framsóknarflokkinn, þetta væri hin ágætasta stofnun þrátt fyrir allt. Rætt um Finn Ingólfsson og þess háttar kóna.
Hlemmur og Sæbraut. Á þessum kafla var maður búinn að sýna blómasalanum þvílíka aumingjagæzku að manni lá við uppsölum yfir eigin ágæti. Haldið áfram vesturúr og ákveðið að hætta að hunza Villa en fara um miðbæ. Á Austurvelli var margt valmenna og voru þeir spurðir um starfsheiti. "Róni" sögðu sumir. Við áfram upp Túngötu. Hér tekur blómasalinn allt í einu við sér eftir að hafa verið algjör eftirbátur annarra allt hlaupið. Tekur fram úr okkur og skilur okkur eftir. Þetta hefur maður upp úr góðmennskunni!
Þarna vorum við helztu strákarnir á Plani og dr. Jóhanna og teygðum í djöfulmóð á Plani, þegar Sif Jónsdóttir langhlaupari kemur, kvalin og lasin, búin að fara 4 km og ætlar langt á morgun. Ég sagði Kára og blómasalanum frá kókosbollunum og appelsíninu sem ég hafði innhöndlað í tilefni dagsins. Þeir slitu þegar öll áform um teygjur og æddu með mér í Útiklefa. Þar sátum við og kjömsuðum á bollum, og möluðum eins og kettir, enginn þó eins og blómasalinn, sem leit út eins og hann hefði himin höndum tekið.
Pottur þéttur. Hlaupasamtökin röðuðu sér hringinn. Við hlýddum á fagran söng úr nuddpotti, sungin íslenzk þjóðlög. Við svöruðum með því að syngja Kára afmælissönginn raddað. Uppskárum lófaklapp. Nú var fært í tal hlaup morgundagsins. Þeir sem ætla að hlaupa frá Gljúfrasteini eru hvattir til að mæta til Vesturbæjarlaugar kl. 9:00 í fyrramálið, 18. sept. Athugað verður þá með sameiginlegan akstur upp að húsi skáldsins og verður hlaupið þaðan í bæinn. Þeir sem vilja geta fengið far niður að Varmárlaug og hlaupið þaðan. Ágúst býðst síðan til að aka þeim sem eiga bíl/bíla við Gljúfrastein til þess að keyra þá upp eftir aftur til að ná í ökutækin eftir hlaup.
Það kann að koma einhvejrum á óvart, en í hlaupi dagsins vorum við aðeins mættir, helztu drengirnir. Það voru Þorvaldur, Ágúst, Flosi, dr. Karl Gústaf, Kári, blómasalinn, ritari, Bjössi, Biggi, Ragnar, Frikki, Jörundur, Siggi Ingvars - og svo kom óvæntur gestur inn í hópinn á leiðinni. Í upphafi var prófessorinn inntur eftir hlaupi frá Gljúfrasteini. Það kom á hann og hann var greinilega óundirbúinn fyrirspurninni. Kom í ljós að hann hafði undirbúið prívat fjölskylduhlaup en gerði síður ráð fyrir að fleiri bættust í hópinn. Menn "mættu" sosum koma ef þeir vildu. Yrði í því tilviki mæting við Vesturbæjarlaug kl. 9:00 í fyrramálið, 18. september, ekið sem leið liggur upp að Gljúfrasteini, og hlaupið þaðan 9:30. Ekki voru frekari ráðstafanir og þegar spurt var hvort fleiri bílar yrðu en hans eigin prívata rennireið, þá glúpnaði hann bara og yppti öxlum. Þrátt fyrir óvissuna gáfu menn hlaupið ekki alfarið upp á bátinn, sbr. niðurlag frásagnar þessarar.
Þar sem það voru bara við helztu drengirnir sem mættu var enginn sem leiddi hugann að sjóbaði og var því stefnan sett beint á hefðbundið, Ægisíðu og innúr. Fagurt veður, sól, stillt, hiti um 8 gráður, gott veður til hlaupa. Fórum rólega af stað. Ég fylgdi prófessornum eftir og reyndi að fá einhverja glóru í hlaup morgundagsins, en gekk illa. Leyfði honum að róa sinn sjó, en tók upp spjall við Jörund, sem er einhver mestur og ágætastur hlaupari okkar. Hann kvaðst vera á leið í smalamennsku í Borgarfirði þar sem honum yrði umbunað með reyktum sauð.
Enn og aftur lenti maður milli hópa, þeir sem fóru í metnaðarleysi Þriggjabrúa sl. miðvikudag settu upp hraðann nú og fóru á 5 mín. tempói, og prófessorinn með þeim. Við hinir sem fórum 22 km vorum rólegri og vildum fara á tempói þar sem okkur liði vel. Er komið var að flugvelli sáum við að þeir sem fremstir fóru höfðu tínt upp kvenmann af vegi sínum. Þrátt fyrir að ritari sé bæði ómannglöggur og illa sjáandi virtist honum sem þetta gæti verið dr. Jóhanna, dæmandi af hæð og hlaupastíl. Kom á daginn í lok hlaups að hann hafði á réttu að standa. En hvað hún var að gera á þessum slóðum, og ekki á Nesi, veit enginn.
Ég sýndi af mér þá vináttu og gæzku að doka við eftir þeim blómasalanum, Bjössa og Bigga í Öskjuhlíð. Heyrði ég ekki betur en blómasalinn kallaði: "Bíddu, bíddu! Ekki fara svona hratt!" Þetta var skynsamleg ákvörðun, þeir voru á svipuðu róli og ég, ýmist meiddir, þreyttir eða hvort tveggja. Á þessum kafla sagði Bjössi okkur söguna af því þegar hann fór í bíó með tveimur mestu karlrembum landsins og þeir horfðu á Nick Nolte fella tár í faðmi konu yfir lífi sínu. Þeir gengu út af myndinni.
Á Klömbrum var rifjuð upp sagan af því þegar Björn átti erindi við Bigga, flutti samfellda ádrepu um Framsóknarflokkinn frá Vesturbæjarlaug að trénu hans Magga á Klömbrum, og Biggi hafði jánkað öllu sem kokkurinn sagði á leiðinni, og Biggi botnaði díalóginn með því að ljúka lofsorði á Framsóknarflokkinn, þetta væri hin ágætasta stofnun þrátt fyrir allt. Rætt um Finn Ingólfsson og þess háttar kóna.
Hlemmur og Sæbraut. Á þessum kafla var maður búinn að sýna blómasalanum þvílíka aumingjagæzku að manni lá við uppsölum yfir eigin ágæti. Haldið áfram vesturúr og ákveðið að hætta að hunza Villa en fara um miðbæ. Á Austurvelli var margt valmenna og voru þeir spurðir um starfsheiti. "Róni" sögðu sumir. Við áfram upp Túngötu. Hér tekur blómasalinn allt í einu við sér eftir að hafa verið algjör eftirbátur annarra allt hlaupið. Tekur fram úr okkur og skilur okkur eftir. Þetta hefur maður upp úr góðmennskunni!
Þarna vorum við helztu strákarnir á Plani og dr. Jóhanna og teygðum í djöfulmóð á Plani, þegar Sif Jónsdóttir langhlaupari kemur, kvalin og lasin, búin að fara 4 km og ætlar langt á morgun. Ég sagði Kára og blómasalanum frá kókosbollunum og appelsíninu sem ég hafði innhöndlað í tilefni dagsins. Þeir slitu þegar öll áform um teygjur og æddu með mér í Útiklefa. Þar sátum við og kjömsuðum á bollum, og möluðum eins og kettir, enginn þó eins og blómasalinn, sem leit út eins og hann hefði himin höndum tekið.
Pottur þéttur. Hlaupasamtökin röðuðu sér hringinn. Við hlýddum á fagran söng úr nuddpotti, sungin íslenzk þjóðlög. Við svöruðum með því að syngja Kára afmælissönginn raddað. Uppskárum lófaklapp. Nú var fært í tal hlaup morgundagsins. Þeir sem ætla að hlaupa frá Gljúfrasteini eru hvattir til að mæta til Vesturbæjarlaugar kl. 9:00 í fyrramálið, 18. sept. Athugað verður þá með sameiginlegan akstur upp að húsi skáldsins og verður hlaupið þaðan í bæinn. Þeir sem vilja geta fengið far niður að Varmárlaug og hlaupið þaðan. Ágúst býðst síðan til að aka þeim sem eiga bíl/bíla við Gljúfrastein til þess að keyra þá upp eftir aftur til að ná í ökutækin eftir hlaup.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.