28.8.2010 | 16:22
Sagt frá tveimur hlaupum
Það var föstudagur og álitlegur hópur hlaupara mættur við Vesturbæjarlaug. Veður tiltölulega hagstætt, hálfskýjað, hægur vindur og fjórtán stiga hiti eða þar um bil. Það voru Kári, Einar blómasali, Þorvaldur, Flosi, dr. Jóhanna, ritari, Jörundur, Biggi, Friðrik kaupmaður, Ragnar og hugsanlega einhverjir fleiri. Hlaupið upp á Víðimel og þaðan út í Ánanaust og svo á Nes. Farið hægt yfir enda RM að baki. Sumir stefna á Brúarhlaup, einhverjir á haustmaraþon og Frikki fer í maraþon í Flórens í lok nóvember.
Við Seltjörn fóru nokkrir í svalan sjóinn, hressandi sem endranær. Stundin var söguleg þar eð þetta var fyrsta sjóbað Ragnars. Hann kvaðst hafa spurt sjálfan sig: Er þetta skynsamlegt? Lét svo alla skynsemi sigla veg allrar veraldar og skellti sér ofan í. Menn töldu sig sjá fólk með myndavélar og sjónauka svo búast má við myndum fljótlega af berum skrokkum af Nesi á vef. Það verður þeygi fagurt.
Svo áfram en ekki fyrir golfvöll. Tilbaka á hægu tölti. Verið fremur stutt í potti og svo haldið til kvöldverðar. Það vakti athygli viðstaddra að Einar blómasali þáði ekki Cadbury´s súkkulaði sem ritari bauð honum.
Laugardagsmorgunn og enn er mætt til hlaups: báðir þjálfarar, Ósk, Gerður, Jóhanna, Flóki, Kári, dr. Jóhanna, Frikki, Rúna, blómasalinn, ritari og Biggi. Ýmis plön lágu í loftinu: dr. Jóhanna stefndi á 28 km, allmargir ætluðu Þriggjabrúa, og svo voru enn önnur plön. Veður fagurt svo af bar og óhjákvæmilegt að verja morgninum í hlaup. Lagt hægt upp og farið niður á Ægisíðu. Mættum fljótlega Jörundi og Helgu Jónsdóttur frá Melum. Kári farinn á undan okkur. Biggi enn slæmur af skurðinum, ritari með bólginn ökkla eftir misstig í gær. Maður var staddur þarna einhvers staðar á milli hópa, einn eins og venjulega. En svo artaði það sig þannig að við Biggi stilltum hraðann saman og höfðum félagsskap hvor af öðrum, með innslagi af Frikka öðru hverju, sem hljóp fram og aftur um stígana. Blómasalinn sást ekki. Dr. Jóhanna tók að sér að aumkva sig yfir hann, hann var staddur einhvers staðar langt að baki okkur.
Áfram á Flanir og fyrir neðan kirkjugarð, þar standa yfir framkvæmdir og hefur umferð verið beint um hjáleið vikum saman án þess að nokkuð hreyfist á stígunum. Áfram yfir brú á Kringlumýrarbraut og upp hjá Bogga. Málið er að kjafta nógu djö... mikið, þá tekur maður ekki eftir erfiðleikunum. Komnir yfir brú á Miklubraut án þess að átta okkur á því og svo niður Kringlumýrarbraut. Mikið af túristum á Sæbraut þar sem við hittum Frikka aftur sem hafði tekið þriggja kílómetra sprett á e-u geðveiku tempói.
Í stað þess að hlaupa beint til Laugar fórum við Biggi niður á Ægisíðu aftur og skelltum okkur í sjóbað. Það var ljúft. Hittum Ósk og Möggu og hafði Ósk farið í sjóinn í Nauthólsvík, og Magga í orði kveðnu. Svo var gengið á táslunum til Laugar. Teygt á Plani og grasflöt við Laug. Pottur þéttur og góður og rætt um sænskar lýs og sænska vandamálaframleiðslu. Næst er hlaupið í fyrramálið 10:10. Góða skemmtun!
Við Seltjörn fóru nokkrir í svalan sjóinn, hressandi sem endranær. Stundin var söguleg þar eð þetta var fyrsta sjóbað Ragnars. Hann kvaðst hafa spurt sjálfan sig: Er þetta skynsamlegt? Lét svo alla skynsemi sigla veg allrar veraldar og skellti sér ofan í. Menn töldu sig sjá fólk með myndavélar og sjónauka svo búast má við myndum fljótlega af berum skrokkum af Nesi á vef. Það verður þeygi fagurt.
Svo áfram en ekki fyrir golfvöll. Tilbaka á hægu tölti. Verið fremur stutt í potti og svo haldið til kvöldverðar. Það vakti athygli viðstaddra að Einar blómasali þáði ekki Cadbury´s súkkulaði sem ritari bauð honum.
Laugardagsmorgunn og enn er mætt til hlaups: báðir þjálfarar, Ósk, Gerður, Jóhanna, Flóki, Kári, dr. Jóhanna, Frikki, Rúna, blómasalinn, ritari og Biggi. Ýmis plön lágu í loftinu: dr. Jóhanna stefndi á 28 km, allmargir ætluðu Þriggjabrúa, og svo voru enn önnur plön. Veður fagurt svo af bar og óhjákvæmilegt að verja morgninum í hlaup. Lagt hægt upp og farið niður á Ægisíðu. Mættum fljótlega Jörundi og Helgu Jónsdóttur frá Melum. Kári farinn á undan okkur. Biggi enn slæmur af skurðinum, ritari með bólginn ökkla eftir misstig í gær. Maður var staddur þarna einhvers staðar á milli hópa, einn eins og venjulega. En svo artaði það sig þannig að við Biggi stilltum hraðann saman og höfðum félagsskap hvor af öðrum, með innslagi af Frikka öðru hverju, sem hljóp fram og aftur um stígana. Blómasalinn sást ekki. Dr. Jóhanna tók að sér að aumkva sig yfir hann, hann var staddur einhvers staðar langt að baki okkur.
Áfram á Flanir og fyrir neðan kirkjugarð, þar standa yfir framkvæmdir og hefur umferð verið beint um hjáleið vikum saman án þess að nokkuð hreyfist á stígunum. Áfram yfir brú á Kringlumýrarbraut og upp hjá Bogga. Málið er að kjafta nógu djö... mikið, þá tekur maður ekki eftir erfiðleikunum. Komnir yfir brú á Miklubraut án þess að átta okkur á því og svo niður Kringlumýrarbraut. Mikið af túristum á Sæbraut þar sem við hittum Frikka aftur sem hafði tekið þriggja kílómetra sprett á e-u geðveiku tempói.
Í stað þess að hlaupa beint til Laugar fórum við Biggi niður á Ægisíðu aftur og skelltum okkur í sjóbað. Það var ljúft. Hittum Ósk og Möggu og hafði Ósk farið í sjóinn í Nauthólsvík, og Magga í orði kveðnu. Svo var gengið á táslunum til Laugar. Teygt á Plani og grasflöt við Laug. Pottur þéttur og góður og rætt um sænskar lýs og sænska vandamálaframleiðslu. Næst er hlaupið í fyrramálið 10:10. Góða skemmtun!
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 16:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.