23.8.2010 | 21:14
Hvílíkur dagur! Hvílíkur hópur!
Guðni Ágústsson stóð í Brottfararsal, stæðilegur Flóamaður og þéttur á velli. Einnig mættir ritari, Þorvaldur, Rúnar og próf. Fróði. Kemur ekki Benzinn askvaðandi inn með marzipantertu á handleggnum sem bökuð hafði verið í tilefni af 59 ára afmæli hans. Hann upphefur mikinn lestur um Framsóknarmenn, landbúnað og skógrækt. Guðni tók öllu ljúfmannlega, óskaði okkur til hamingju með Benzinn okkar og fékk sér tertusneið. Aðrir komu sér saman um að nota tertuna á borðinu sem karaktérpróf: þeir sem ekki stæðust freistinguna væru ekki alvöruhlauparar; þeir sem stæðust hana stæðu undir nafni sem hlauparar. Varla þarf að fara mörgum orðum um hverjir stóðust prófraunina og hverjir ekki. Það lá við menn heyrðu vélmennishljóð þegar höfuðið á blómasalanum snerist eins og í framtíðarmynd 90 gráður og siktaði inn á tertuna sem var falin undir álpappír. Hann gekk rakleiðis að borðinu og tertunni og fékk sér væna sneið.
Marzipantertur eru ekki góður undirbúningur fyrir hlaup og kom það á daginn. Mæting með miklum ágætum, skulu nefndir auk áðurgetinna Jörundur stórhlaupari og stolt Samtaka Vorra, Ó. Þorsteinsson Formaður Vor til Lífstíðar, Helmut afmælisbarn, dr. Jóhanna, Flosi, Rúnar þjálfari, Kári, Maggi, Rakel, Dagný, Friðrik kaupmaður - gleymi ég einhverjum? Prófessorinn gekk um og óskaði mönnum til hamingju með hlaup í RM - mér fannst hálfvegis það vera gert til háðungar okkur lakari hlaupurum.
Svona að afloknu Reykjavíkurmaraþoni er leyfilegt að slaka aðeins á, fara rólega. Það var línan í dag, nema Rúnari fannst í lagi að 10 km hlauparar gerðu eitthvað extra. Ekki held ég margir hafi farið að orðum hans. Á móti kom að tekið var vel á því í hlaupi dagsins. Prófessorinn nýkominn niður af hæsta fjalli Póllands sem var snarbratt að sögn, 90 gráður sagði prófessorinn. Þar eð hann var óhlaupinn var ekki við öðru að búast en menn gerðu auknar kröfur á hann. Hann spretti úr spori og hafði Benzinn alvitlausan með sér. Benni eins og vakur, fjögurra vetra foli og tók góða rispu inn að Nauthólsvík, sneri þar við og fór sömu leið tilbaka.
Ég lenti með Helmut og Benzinum sem prófessorinn náði að hrista af sér, auk þess sem Maggi og Þorvaldur voru eitthvað að snövla í kringum okkur. Fjöldi fólks á Nauthóli að neyta áfengis. Við horfðum hneykslunaraugum í áttina að því og sendum því merkingarþrungin augntillit sem fluttu þeim spurninguna: "Á mánudegi!?" (Minnir á viðbrögð Fróða þegar VB sagði að skilnaði við okkur í potti hér um árið: "Gvuð gefi yður góðan séns!") Við settum stefnuna á Hlíðarfót.
Það var vindur, það var kalt. Hér settum við upp tempóið og fórum um lóðina hjá Gvuðsmönnum, þar sem fjöldi fólks var að safnast saman til þess að horfa á kappleik. Við hrópuðum: "Áfram KR!" Líklega hafa heimamenn átt að leika við Vesturbæjarstórveldið. Hér fyrst var hraðinn orðinn svoldið seríös, Benzinn leiddi dæmið, Helmut með og ritari skakklappaðist á eftir, fórum fram úr Kára á þessum slóðum, en hann hafði farið á undan okkur frá Laug.
Góður þéttingur norðan við flugbraut og í raun alla leið út að Háskóla, þeir félagar mínir skildu mig eftir, en ég náði þeim við Suðurgötu. Þannig var haldið áfram til Laugar. Það var of kalt til að teygja á Plani, svo að ég fór inn og teygði þar. Pottur ótrúlega þéttur og magnaður, þar voru rifjuð upp mörg gullkorn sem fallið hafa á hlaupum og í félagslífi Samtaka Vorra. En þegar Sif Jónsdóttir langhlaupari mætti til potts og talið barst að vegalengdum og tímum þá var mér eiginlega öllum lokið, yfirgaf pott niðurbrotinn á sál og líkam, vonsvikinn yfir að persónufræði og þjóðleg speki hafi þurft að víkja fyrir jafn fáfengilegum hlutum eins og hlaupatímum. Menn geta farið að hlakka til Fyrsta Föstudags í sept. og Reykjafellshlaups.
Marzipantertur eru ekki góður undirbúningur fyrir hlaup og kom það á daginn. Mæting með miklum ágætum, skulu nefndir auk áðurgetinna Jörundur stórhlaupari og stolt Samtaka Vorra, Ó. Þorsteinsson Formaður Vor til Lífstíðar, Helmut afmælisbarn, dr. Jóhanna, Flosi, Rúnar þjálfari, Kári, Maggi, Rakel, Dagný, Friðrik kaupmaður - gleymi ég einhverjum? Prófessorinn gekk um og óskaði mönnum til hamingju með hlaup í RM - mér fannst hálfvegis það vera gert til háðungar okkur lakari hlaupurum.
Svona að afloknu Reykjavíkurmaraþoni er leyfilegt að slaka aðeins á, fara rólega. Það var línan í dag, nema Rúnari fannst í lagi að 10 km hlauparar gerðu eitthvað extra. Ekki held ég margir hafi farið að orðum hans. Á móti kom að tekið var vel á því í hlaupi dagsins. Prófessorinn nýkominn niður af hæsta fjalli Póllands sem var snarbratt að sögn, 90 gráður sagði prófessorinn. Þar eð hann var óhlaupinn var ekki við öðru að búast en menn gerðu auknar kröfur á hann. Hann spretti úr spori og hafði Benzinn alvitlausan með sér. Benni eins og vakur, fjögurra vetra foli og tók góða rispu inn að Nauthólsvík, sneri þar við og fór sömu leið tilbaka.
Ég lenti með Helmut og Benzinum sem prófessorinn náði að hrista af sér, auk þess sem Maggi og Þorvaldur voru eitthvað að snövla í kringum okkur. Fjöldi fólks á Nauthóli að neyta áfengis. Við horfðum hneykslunaraugum í áttina að því og sendum því merkingarþrungin augntillit sem fluttu þeim spurninguna: "Á mánudegi!?" (Minnir á viðbrögð Fróða þegar VB sagði að skilnaði við okkur í potti hér um árið: "Gvuð gefi yður góðan séns!") Við settum stefnuna á Hlíðarfót.
Það var vindur, það var kalt. Hér settum við upp tempóið og fórum um lóðina hjá Gvuðsmönnum, þar sem fjöldi fólks var að safnast saman til þess að horfa á kappleik. Við hrópuðum: "Áfram KR!" Líklega hafa heimamenn átt að leika við Vesturbæjarstórveldið. Hér fyrst var hraðinn orðinn svoldið seríös, Benzinn leiddi dæmið, Helmut með og ritari skakklappaðist á eftir, fórum fram úr Kára á þessum slóðum, en hann hafði farið á undan okkur frá Laug.
Góður þéttingur norðan við flugbraut og í raun alla leið út að Háskóla, þeir félagar mínir skildu mig eftir, en ég náði þeim við Suðurgötu. Þannig var haldið áfram til Laugar. Það var of kalt til að teygja á Plani, svo að ég fór inn og teygði þar. Pottur ótrúlega þéttur og magnaður, þar voru rifjuð upp mörg gullkorn sem fallið hafa á hlaupum og í félagslífi Samtaka Vorra. En þegar Sif Jónsdóttir langhlaupari mætti til potts og talið barst að vegalengdum og tímum þá var mér eiginlega öllum lokið, yfirgaf pott niðurbrotinn á sál og líkam, vonsvikinn yfir að persónufræði og þjóðleg speki hafi þurft að víkja fyrir jafn fáfengilegum hlutum eins og hlaupatímum. Menn geta farið að hlakka til Fyrsta Föstudags í sept. og Reykjafellshlaups.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.