22.8.2010 | 14:00
Að loknu Reykjavíkurmaraþoni 2010
Þrír mættir til hlaups á sunnudagsmorgni að loknu Reykjavíkurmaraþoni 2010 - Flosi og Einar Þór sem fóru hálft maraþon í gær, og ritari sem tölti 10 km í rólegheitunum. Leiðindaveður, 10 stiga hiti og stíf norðvestanátt, skýjað. Rifjaður upp ágætu árangur Hlaupasamtakanna í RM2010 þar sem við áttum sigurvegara, fremstar meðal jafningja þær Gerður og Jóhanna. Sveitirnar stóðu sig vel eins og sjá má í samantekt S. Ingvarssonar sem ég ætla að reyna að hengja með í sérstöku skjali með þessari frásögn.
Að afloknu hlaupi var haldin hin árlega Chili con Carne veizla ritara, en að þessu sinni á heimili Jörundar á Seilugranda. Mæting góð og veitingar í heimsklassa, en því miður bauð veður ekki til útiveru nema að takmörkuðu leyti. Formaður til Lífstíðar hélt langa tölu um Samtökin og Vesturbæinn og hefðirnar sem umlykja hvort tveggja. Öllum að óvörum mætti Vilhjálmur Bjarnason er nokkuð var liðið á kvöld og hafði fyrr um daginn lokið hálfmaraþoni við ágætan orðstír. Urðu þarna fagnaðarfundir og um margt skrafað og skeggrætt fram eftir kveldi.
Jæja, þarna vorum við þá mættir, þrír vaskir hlauparar sem létu fyrstu haustlægðina ekki fæla sig frá hlaupi. Þeir voru þrekaðir eftir hlaup gærdagsins og báðu sér miskunnar, fara hægt. Farið hægt og rætt um ýmislegt úr hlaupi gærdagsins, en þar að auki um ástand þjóðmála. Ber þar hæst dapurlegt ástand íslenzku þjóðkirkjunnar. Mættum dr. Friðriki með einkennilegan hund í bandi. Gengið í Nauthólsvík og svo hlaupið í kirkjugarð, fáir á ferli. Veðurstofa. Hlaupið um tún sem hefur fengið hið opinbera heiti "Klambratún" Víð ákváðum að telja auð verzlunarrými á Laugavegi og komumst að því að þeim hefur fækkað úr 30 árið 2009 í 5 á ritandi stundu.
Hlupum um Austurstræti og Austurvöll þar sem gestir á Kaffi París gátu barið augum ímynd íslenzkrar karlmennsku á stuttbuxum á sunnudagsmorgni. Upp Túngötu, stanzað við Kristskirkju þar sem menn signdu sig til heiðurs Bjarna Benz. Áfram til Laugar. Hittum Bigga jóga sem var á leið í burtu. Teygjum sleppt, þeirra gerist varla þörf eftir svona hægt uppmýkingarhlaup.
Í pott mættu auk hlaupinna sjálfur Ó. Þorsteinsson, Mímir, dr. Einar Gunnar, dr. Jóhanna, Tumi og sjálf hetja gærdagsins: Ragnar maraþonhlaupari. Setið í klukkutíma og málin rædd.
Að afloknu hlaupi var haldin hin árlega Chili con Carne veizla ritara, en að þessu sinni á heimili Jörundar á Seilugranda. Mæting góð og veitingar í heimsklassa, en því miður bauð veður ekki til útiveru nema að takmörkuðu leyti. Formaður til Lífstíðar hélt langa tölu um Samtökin og Vesturbæinn og hefðirnar sem umlykja hvort tveggja. Öllum að óvörum mætti Vilhjálmur Bjarnason er nokkuð var liðið á kvöld og hafði fyrr um daginn lokið hálfmaraþoni við ágætan orðstír. Urðu þarna fagnaðarfundir og um margt skrafað og skeggrætt fram eftir kveldi.
Jæja, þarna vorum við þá mættir, þrír vaskir hlauparar sem létu fyrstu haustlægðina ekki fæla sig frá hlaupi. Þeir voru þrekaðir eftir hlaup gærdagsins og báðu sér miskunnar, fara hægt. Farið hægt og rætt um ýmislegt úr hlaupi gærdagsins, en þar að auki um ástand þjóðmála. Ber þar hæst dapurlegt ástand íslenzku þjóðkirkjunnar. Mættum dr. Friðriki með einkennilegan hund í bandi. Gengið í Nauthólsvík og svo hlaupið í kirkjugarð, fáir á ferli. Veðurstofa. Hlaupið um tún sem hefur fengið hið opinbera heiti "Klambratún" Víð ákváðum að telja auð verzlunarrými á Laugavegi og komumst að því að þeim hefur fækkað úr 30 árið 2009 í 5 á ritandi stundu.
Hlupum um Austurstræti og Austurvöll þar sem gestir á Kaffi París gátu barið augum ímynd íslenzkrar karlmennsku á stuttbuxum á sunnudagsmorgni. Upp Túngötu, stanzað við Kristskirkju þar sem menn signdu sig til heiðurs Bjarna Benz. Áfram til Laugar. Hittum Bigga jóga sem var á leið í burtu. Teygjum sleppt, þeirra gerist varla þörf eftir svona hægt uppmýkingarhlaup.
Í pott mættu auk hlaupinna sjálfur Ó. Þorsteinsson, Mímir, dr. Einar Gunnar, dr. Jóhanna, Tumi og sjálf hetja gærdagsins: Ragnar maraþonhlaupari. Setið í klukkutíma og málin rædd.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.