14.7.2010 | 20:38
Hratt Þriggjabrúa
Sumir hlauparar eru lagstir í landshornaflakk með fjölskyldum sínum og því fjarri góðu gamni á hlaupadegi. En á miðvikudegi var afar góð mæting og verða engir nefndir nema lögmál frásagnarinnar kalli á slíkt. Nokkrir úr hópnum gerðu garðinn frægan í Ármannshlaupi í gær, en voru engu að síður mættir í dag, má þar nefna Flóka, Möggu, dr. Jóhönnu og Frikka. En þau ætluðu bara að taka því rólega í dag, rólegt Þriggjabrúahlaup. "Rólegheitin" fólust í því að skilja aðra hlaupara eftir í rykskýi og hverfa.
Fagurt sumarveður í dag, 20 stiga hiti og sólskin. Ritari lenti fljótlega í slagtogi við Ágúst og Kalla af Brimum. Farið á þokkalegu tempói með ágústínskum útúrdúrum hér og hvar. Má þess geta að Ágúst var enn ekki heill af veikindum sínum, enn með 40 stiga hita og hóstandi eins og berklasjúklingur. Þess vegna ætlaði hann bara stutt og hægt. Eftir Útvarp setti hann hins vegar upp hraðann. "Er þetta sprettur?" spurði ritari sig. "Er ekki verið að fara of hratt?"
Þegar komið var niður á Kringlumýrarbraut fór prófessorinn að gefa upp mælingar. 4:40, 4:20, 4:08. Halló! Hvað er í gangi? Á þessu gekk alla leið niður á Sæbraut, en ritari náði að hanga nokkurn veginn í þeim gamla. Hann tók þessa spretti inn á milli og skildi mig eftir, en ég náði honum þegar hann slakaði á. Ég fékk mér að drekka í vatnsbólinu, svalandi eins og ævinlega.
Við lengdum um Hljómskálagarðinn og enduðum í rúmum 14 á meðaltempóinu 5:15. Á grasflöt teygðu hlauparar og stilltu upp fyrir ljósmyndara sem var að viða að sér efni í hlaupablað RM. Í potti voru mættir þeir feðgar Helmut og Teitur eftir frægðarför kringum landið með þýzka túrista. Umræðuefni voru fjölbreytt að venju, m.a. var upplýst að prófessorinn gæti skreytt sig með ættarnafninu Schiöth. ´
Nú leggst ritari í flakk og kemur næst til hlaupa mánudaginn 26. júlí, sjálfan Byltingardag Kúbu.
Fagurt sumarveður í dag, 20 stiga hiti og sólskin. Ritari lenti fljótlega í slagtogi við Ágúst og Kalla af Brimum. Farið á þokkalegu tempói með ágústínskum útúrdúrum hér og hvar. Má þess geta að Ágúst var enn ekki heill af veikindum sínum, enn með 40 stiga hita og hóstandi eins og berklasjúklingur. Þess vegna ætlaði hann bara stutt og hægt. Eftir Útvarp setti hann hins vegar upp hraðann. "Er þetta sprettur?" spurði ritari sig. "Er ekki verið að fara of hratt?"
Þegar komið var niður á Kringlumýrarbraut fór prófessorinn að gefa upp mælingar. 4:40, 4:20, 4:08. Halló! Hvað er í gangi? Á þessu gekk alla leið niður á Sæbraut, en ritari náði að hanga nokkurn veginn í þeim gamla. Hann tók þessa spretti inn á milli og skildi mig eftir, en ég náði honum þegar hann slakaði á. Ég fékk mér að drekka í vatnsbólinu, svalandi eins og ævinlega.
Við lengdum um Hljómskálagarðinn og enduðum í rúmum 14 á meðaltempóinu 5:15. Á grasflöt teygðu hlauparar og stilltu upp fyrir ljósmyndara sem var að viða að sér efni í hlaupablað RM. Í potti voru mættir þeir feðgar Helmut og Teitur eftir frægðarför kringum landið með þýzka túrista. Umræðuefni voru fjölbreytt að venju, m.a. var upplýst að prófessorinn gæti skreytt sig með ættarnafninu Schiöth. ´
Nú leggst ritari í flakk og kemur næst til hlaupa mánudaginn 26. júlí, sjálfan Byltingardag Kúbu.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.