26.5.2010 | 22:05
Sól
Fámennt á miðvikudegi. Í útiklefa voru Flosi, Þorvaldur, Kári, ritari og Einar blómasali með sólgleraugu sem hann hefur fengið að láni hjá konu sinni. Rætt um athöfnina að taka á sig hlaupafatnað út frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Menn hafa ýmislegan hátt á í því efni. Það var stemmari fyrir löngu hlaupi í dag því veður var gott og jafnvel áhugi á sjóbaði. Í Brottfararsal voru Jörundur, Margrét, Benedikt, Þorbjörg K., Rúnar meiddur, og einhver taldi sig jafnvel hafa séð Björninn. Ég fór með vísu fyrir Benedikt. Honum var ekki skemmt.
Mönnum fannst merkilegt að þrátt fyrir hina miklu og ágætu kynningu sem Hlaupasamtökin fengu í seinasta tölublaði héraðsfréttablaðs Vesturbæjarins hafi engir nýir hlauparar séð ástæðu til að mæta á auglýstum hlaupatímum. Óskiljanlegt! Einhverjir illgjarnir í hópnum töldu að skýringuna væri að finna í ljósmyndinni, þar sem nokkrir afgamlir og óhlaupalegir karlar stilltu sér upp í fremstu röð. Var fullyrt að þetta væri aðeins til þess að fæla frá. Þessu mótmælti ritari kröftuglega og taldi þá hina sömu hlaupara einmitt sönnun á ágæti hlaupa.
Jörundur gagnrýndi prófessor Keldensis fyrir að hafa skráð gönguferð á flatlendinu í Hrísey sem fjallgöngu í hlaupadagbókinni. Hafði fullan hug á að spyrja prófessorinn hvort þetta hafi verið mikið klifur!
Hópurinn var tví- eða þrískiptur í dag. Hefðbundnir hraðfarar sem tóku líklega Þriggjabrúahlaup. Einhverjir hafa hugsanlega farið Hlíðarfót. En eftir Nauthólsvík héldum við Flosi og blómasalinn áfram í Fossvoginn. Þar mættum við sprækum hlaupurum úr öðrum hlaupahópum. Bunan góða á sínum stað, en búið að lækka í henni. Þarna hélt Flosi áfram en við blómasalinn fengum okkur að drekka. Skilningur var um að við myndum ná Flosa. Hann setti hins vegar í "áframgírinn" og leit ekki um öxl, var kominn langt á undan okkur er komið var inn að Víkingsheimili.
Einar var eitthvað slappur og fannst of heitt að hlaupa svo ég aumkaði mig yfir hann og féllst á að fara Stokk, 16 km, og leyfðum Flosa að halda áfram inn og upp Elliðaárdalinn, upp að Fossi. Eiginlega var þetta þannig að Flosi hægði á sér á hólmanum í Elliðaám til að leyfa okkur að ná sér, en við hægðum enn meira á okkur. Dóluðum okkur þetta og gengum á köflum. Ég sagði honum frá Bústaðahverfinu og Smáíbúðahverfinu þar sem ég sleit barnsskónum og Réttarholtsvegur var yztu mörk tilverunnar. Frá bardögum við villinga í Hólmgarðinum og niðri á mýrinni sunnan við Vogana þar sem finna mátti Vogavillinga í fjöru. Þetta fannst blómasalanum merkilegt.
Það var of kalt til að fara í sjóinn. Norðangjóla. Svo að það var bara að hlaupa og halda á sér hita. Lukum við 16 kílómetrana á 1:36. Farið í pott og rætt við Bjössa, Þorbjörgu og René um pitsugerð. Margt fróðlegt sem bar á góma þar. Næsta hlaup föstudag kl. 16:30.
Mönnum fannst merkilegt að þrátt fyrir hina miklu og ágætu kynningu sem Hlaupasamtökin fengu í seinasta tölublaði héraðsfréttablaðs Vesturbæjarins hafi engir nýir hlauparar séð ástæðu til að mæta á auglýstum hlaupatímum. Óskiljanlegt! Einhverjir illgjarnir í hópnum töldu að skýringuna væri að finna í ljósmyndinni, þar sem nokkrir afgamlir og óhlaupalegir karlar stilltu sér upp í fremstu röð. Var fullyrt að þetta væri aðeins til þess að fæla frá. Þessu mótmælti ritari kröftuglega og taldi þá hina sömu hlaupara einmitt sönnun á ágæti hlaupa.
Jörundur gagnrýndi prófessor Keldensis fyrir að hafa skráð gönguferð á flatlendinu í Hrísey sem fjallgöngu í hlaupadagbókinni. Hafði fullan hug á að spyrja prófessorinn hvort þetta hafi verið mikið klifur!
Hópurinn var tví- eða þrískiptur í dag. Hefðbundnir hraðfarar sem tóku líklega Þriggjabrúahlaup. Einhverjir hafa hugsanlega farið Hlíðarfót. En eftir Nauthólsvík héldum við Flosi og blómasalinn áfram í Fossvoginn. Þar mættum við sprækum hlaupurum úr öðrum hlaupahópum. Bunan góða á sínum stað, en búið að lækka í henni. Þarna hélt Flosi áfram en við blómasalinn fengum okkur að drekka. Skilningur var um að við myndum ná Flosa. Hann setti hins vegar í "áframgírinn" og leit ekki um öxl, var kominn langt á undan okkur er komið var inn að Víkingsheimili.
Einar var eitthvað slappur og fannst of heitt að hlaupa svo ég aumkaði mig yfir hann og féllst á að fara Stokk, 16 km, og leyfðum Flosa að halda áfram inn og upp Elliðaárdalinn, upp að Fossi. Eiginlega var þetta þannig að Flosi hægði á sér á hólmanum í Elliðaám til að leyfa okkur að ná sér, en við hægðum enn meira á okkur. Dóluðum okkur þetta og gengum á köflum. Ég sagði honum frá Bústaðahverfinu og Smáíbúðahverfinu þar sem ég sleit barnsskónum og Réttarholtsvegur var yztu mörk tilverunnar. Frá bardögum við villinga í Hólmgarðinum og niðri á mýrinni sunnan við Vogana þar sem finna mátti Vogavillinga í fjöru. Þetta fannst blómasalanum merkilegt.
Það var of kalt til að fara í sjóinn. Norðangjóla. Svo að það var bara að hlaupa og halda á sér hita. Lukum við 16 kílómetrana á 1:36. Farið í pott og rætt við Bjössa, Þorbjörgu og René um pitsugerð. Margt fróðlegt sem bar á góma þar. Næsta hlaup föstudag kl. 16:30.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.