1.2.2010 | 21:18
Óvenjufáir hlaupa á mánudegi - Minnt á laugardagshlaup frá Laugum
Þar sem ritari lá í potti í gærmorgun rétt um það leyti sem hlauparar safnast saman til sunnudagshlaups, harla sæll í sinni slökun eftir vel heppnaða hlaupaviku, sér hann kunnuglegu smetti bregða fyrir í rúðunni á Brottfararsal Laugar Vorrar. Stuttu síðar koma stormandi að honum tveir reiðir hlauparar, Ó. Þorsteinsson Víkingur og Jörundur, báðir á skítugum, óvörðum skónum, og jusu yfir hann óbótaskömmum fyrir að ætla að sleppa hlaupi á þessum degi. 18 km hlaup deginum áður var engin afsökun að þeirra mati.
Nema hvað, í dag var komið að mánudagshlaupi - sem þýðir bara eitt: sprettir. Nú eru ekki lengur tugir hlaupara mættir á mánudegi, eins og var í upphafi árs. Greinilegt er að vel meintur ásetningur um átak og breyttan lífsstíl er fyrir bí, fólk er farið að slaka á. Aðeins helztu hlauparar voru mættir, þar á meðal dr. Friðrik, Flosi, Magnús, Þorvaldur, Einar blómasali, Kári, Ósk, Hjálmar, Frikki, ritari, Þorbjörg K., Snorri, báðir þjálfarar, Ágúst, Sigurður Ingvarsson og Eiríkur. Og ská-tengdasonur Ágústs, sem ég man ekki hvað heitir. Þorvaldur snupraður af forstöðukonu fyrir að fylgja ekki prótókolli við komu til Laugar. Hlýlegar móttökur fengu Frambjóðandi Samtakanna, Hjálmar, fyrir ágætan árangur í kosningum helgarinnar, og Melabúðar-Frikki fyrir að vera meira áberandi í sjónvarpsrúðunni sl. sunnudag heldur en sjálfur Guðjón Valur. Kvaðst hann sæll yfir að hafa ekki aðhafst neitt misjafnt meðan á sýningu stóð.
Fórum í ágætisveðri upp á Víðimel og þaðan vestur úr út í Ánanaust og svo með ströndinni út á Nes. Hluti af hópnum hélt áfram um Gróttu, en aðrir settu stefnuna á Bakkavörina. Þar var gefin út skipun um 6-10 spretti upp brekkuna. Eftir sex slíka spretti vorum við blómasalinn búnir og héldum út á Lindarbraut, þaðan á Norðurströndina og tilbaka í nokkrum mótvindi, en á góðum spretti, út í Ánanaust og sömu leið til baka og komið var, Grandaveg og Víðimel.
Teygt vel og lengi úti á Plani og svo inni í Móttökusal. Upplýst að næstkomandi laugardag verður hlaupið frá Laugum kl. 9:30 í stórhlaupi laugardagshlaupara helztu hlaupahópa í Reykjavík. Var hvatt til þess að Hlaupasamtökin tækju þátt í þessu hlaupi og fjölmenntu. Síðar í vor mun okkur veitast sú ánægja að vera gestgjafar fyrir sambærilegu hlaupi frá Vesturbæjarlaug.
Pottur troðinn af glaðlegum hlaupurum sem ræddu margvísleg málefni, allt frá bíltúrum yfir Hellisheiðina og til Þorramtarins hjá Federico. Næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur, ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Nema hvað, í dag var komið að mánudagshlaupi - sem þýðir bara eitt: sprettir. Nú eru ekki lengur tugir hlaupara mættir á mánudegi, eins og var í upphafi árs. Greinilegt er að vel meintur ásetningur um átak og breyttan lífsstíl er fyrir bí, fólk er farið að slaka á. Aðeins helztu hlauparar voru mættir, þar á meðal dr. Friðrik, Flosi, Magnús, Þorvaldur, Einar blómasali, Kári, Ósk, Hjálmar, Frikki, ritari, Þorbjörg K., Snorri, báðir þjálfarar, Ágúst, Sigurður Ingvarsson og Eiríkur. Og ská-tengdasonur Ágústs, sem ég man ekki hvað heitir. Þorvaldur snupraður af forstöðukonu fyrir að fylgja ekki prótókolli við komu til Laugar. Hlýlegar móttökur fengu Frambjóðandi Samtakanna, Hjálmar, fyrir ágætan árangur í kosningum helgarinnar, og Melabúðar-Frikki fyrir að vera meira áberandi í sjónvarpsrúðunni sl. sunnudag heldur en sjálfur Guðjón Valur. Kvaðst hann sæll yfir að hafa ekki aðhafst neitt misjafnt meðan á sýningu stóð.
Fórum í ágætisveðri upp á Víðimel og þaðan vestur úr út í Ánanaust og svo með ströndinni út á Nes. Hluti af hópnum hélt áfram um Gróttu, en aðrir settu stefnuna á Bakkavörina. Þar var gefin út skipun um 6-10 spretti upp brekkuna. Eftir sex slíka spretti vorum við blómasalinn búnir og héldum út á Lindarbraut, þaðan á Norðurströndina og tilbaka í nokkrum mótvindi, en á góðum spretti, út í Ánanaust og sömu leið til baka og komið var, Grandaveg og Víðimel.
Teygt vel og lengi úti á Plani og svo inni í Móttökusal. Upplýst að næstkomandi laugardag verður hlaupið frá Laugum kl. 9:30 í stórhlaupi laugardagshlaupara helztu hlaupahópa í Reykjavík. Var hvatt til þess að Hlaupasamtökin tækju þátt í þessu hlaupi og fjölmenntu. Síðar í vor mun okkur veitast sú ánægja að vera gestgjafar fyrir sambærilegu hlaupi frá Vesturbæjarlaug.
Pottur troðinn af glaðlegum hlaupurum sem ræddu margvísleg málefni, allt frá bíltúrum yfir Hellisheiðina og til Þorramtarins hjá Federico. Næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur, ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.