Blautt

Við vorum nokkur sem mættum til hlaups í morgun, nánar tiltekið ritari, blómasali, Helmut, Jóhanna, Friðrik og Rúna. Lögðum af stað upp úr kl. 8. í morgun, stefndum á millilangt. Það var þungt yfir og rigning, en lítill vindur. Stemmning þó góð. Farið út á hægu tempói. Friðrik meiddur, ritari með tognun í lærisvöðva. Ekkert óvænt framan af, Helmut fór  69, Rúna stytti sömuleiðis, við hin á Kársnes. Nú er hiti og sólfar slíkt að ekki þurfti mikinn vökva. Við komum í Lækjarhjalla og höfðum hátt, en þau hjónakorn létu sem þau heyrðu ekki í okkur, ekki var opnað, enginn vökvi. Við áfram.

Stoppað við Olís í Mjódd og bætt á vatni. Í Kópavogsdal rigndi mikið, við vorum gegndrepa. Eftir Lækjarhjalla fórum við upp Dalveg, þar féllu lækir niður götur, bílar óku beint í lækina svo að vatnið gusaðist yfir okkur.

Eftir Mjódd var farið beint niður í Elliðaárdal og svo aftur stytztu leið um Fossvog tilbaka. Á þeim slóðum áttuðum við okkur á því að við vorum líklega að fara heldur lengra en við gerðum ráð fyrir. Eftir Kringlumýrarbraut mættum við Rúnari þjálfara og fullt af fólki með honum, m.a. Möggu sem var ansi þung á sér, þetta var fólkið sem fór af stað 9:30 frá VBL.

Svo var farið beinustu leið í Nauthólsvík og í sjóinn þar, svamlað lengi vel, synt út að pramma. Að vísu fórum við Jóhanna ein í sjó, blómasalinn hélt áfram, Frikki kveinkaði sér undan fætinum.

Í Skerjafirði var gerður langur stanz, þar hittum við Formann til Lífstíðar, sjálfan Ó. Þorsteinsson Víking. Hafði hann frá mörgu að segja og var nauðsynlegt að tefja allnokkra stund, sem við gerðum blómasali, ritari og Frikki. Bundizt heitum um að hlaupa í fyrramálið kl. 10:10 - og verður þá fram haldið umræðu um þau málefni sem þarfleg kunna að teljast.

Þegar upp var staðið kom í ljós að við höfðum farið 23,6 km í stað 20 km eins og að var stefnt. Nú þurfa menn að fara sækja sér nudd og bæta ástand líkama sinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband