Nýr hlaupari á sunnudegi

Eftir átök gærdagsins var það skynsamleg ákvörðun ritara að hvílast í dag. Það þýddi ekki að hefðbundið hlaup sunnudagsins félli niður. Ónei, til þess sjá traustustu hlauparar Samtaka Vorra: Ólafur Þorsteinsson, Flosi, Jörundur, Þorvaldur - og við bættust tveir nýir eða nýlegir, Már Jónsson sagnfræðingur og Tinna Ástráðsdóttir.

Þessir hlauparar fóru hefðbundið á sunnudegi, með hefðbundnum stoppum og helgistundum á helztu stöðum. Á þann hátt voru nýir hlauparar vígðir inn í helgisiði og hefðir Samtakanna.

Ritari var staddur á hjólfáki sínum á Hagamel þegar hann rakst á Sif Jónsdóttur langhlaupara að hlaupa sig niður eftir 30 km rútuhlaup á laugardag. Þá bar að hvítan jeppa flautandi, blómasalinn óhlaupinn með rafvirkja sem hann hafði gómað og ætlaði að hagnýta.

Pottur langur og góður með helztu þátttakendum, Baldur í essinu sínu. Lögð á ráðin um næstu hlaup, m.a. Reykjafellshlaup að sumri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband