Langur laugardagur

Hlaupið var í Hlaupasamtökum Lýðveldisins í morgun, laugardag. Allmargir hlauparar mættir, báðir þjálfarar, Björn, Einar blómasali, Ólafur ritari, Una, Eiríkur og fleiri. Ákveðið að fara öfugan 69 vegna óhagstæðrar vindáttar. Eins og venjulega máttu ritari og blómasali sæta því að hlýða á háðsglósur um yfirvigt sína - en þeir létu það ekki hafa áhrif á hlaup dagsins, tóku vel á því. Þetta var keyrsla inn að Elliðaám, en eftir það má segja að hlaupi sé nánast lokið. Það er aðeins formsatriði að taka Fossvoginn, Nauthól og Ægisíðu. Nægur drykkur, næg orka og frábært að finna hvað maður er að verða kominn í gott form. Mætti Þorvaldi bróður sem hleypur með Laugaskokki. Allmargir hlauparar á ferðinni og margir greinilega kominn á fullan skrið með að æfa fyrir hlaup sumarsins. Þau fara nú að byrja hvert á fætur öðru, það fyrsta næstu helgi. Ekki má heldur gleyma því að Eiríkur og Benni fara til Lundúna þar sem þeir þreyta maraþon um næstu helgi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband