Hér verður sagt frá ævintýralegu hlaupi í Vesturbænum

Þetta leit nógu sakleysislega út til að byrja með. Veður gott og bauð upp á gott hlaup. Fjöldi góðra hlaupara sem voru með magann fullan af góðum ásetningi um afrek, harla vel hafandi í huga afrek hetju Samtaka Vorra, próf. dr. Fróða, í Sahara. Þarna voru Bjarni, ritari, Helmut, Kári, Jón Gauti, Denni, S. Ingvarsson, dr. Jóhanna, Rúna, Þorbjörg - svo drattaðist náttúrlega blómasalinn inn einni og hálfri mínútu í brottför.

Ritari sá Margréti þjálfara hlaupa eina síns liðs á Hringbrautinni um fjegurleytið sama dags og skildi ekki hví hún vildi ekki einfaldlega sameinast Hlaupasamtökunum sem þögulll þátttakandi og hlutlaus observant.

Nema hvað, menn leggja í hann. Helmut fljótur að snúa við og gera eitthvað annað. Aðrir frískir. Jón Gauti, S.Ing., Bjarni og blómasali fremstir. Ég spáði því að þeir myndu sprengja blómasalannn og skilja hann eftir. Spáin rættist við flugvallarenda, þar sem ritari náði gangandi blómasala. Aðspurður kvaðst blómasali hafa nærst á þrimur pylsum í hádeginu með miklu af remolaði. "Ég ætlaði fyrst bara að fá mér eina pylsu, og banana í eftirrétt. En svo, þegar ég sá að sex pylsur voru eftir, þá réð ég ekki við mig og bætti tvimur við fyrra skammt."

Þannig gekk umræðan á Sólrúnarbraut. Þegar hér var komið fór ég að segja blómasalanum frá samskiptum mínum við leigjendur í húsi mínu sem hafa verið mikil harmsaga. Hann gleymdi sorgum sínum og við hlupum um Nauthólsvík. Einhvers staðar um þetta leyti náði dr. Jóhanna okkur. Það var hvalreki.

Þegar komið var á Klambratún náðu okkur Denni og Brynja. Eftir það var hlaup bara yndislegt. Við fórum Sæbrautina á ljúfu skeiði. Denni kom með tillögu um að breyta til. Ekki kom til greina að fara Mýrargötu, farið hjá Stjórnarráði, Austurstræti, Austurvöllur, Túngata og yfir túnið, niður Blómvallagötu og athuguð kirsuberjatré á Sólvallagötu. Ekki meira um það í bili.

Tekin róleg stefna á Laug. Teygt utandyra. Teygt innandyra. Rætt um stjórnmál í útiklefa. Rætt um stjórnmál í Potti. Það stefnir í að Steingrímur J. verði næsti "Frost-roðra" og virtust menn sammála um það, auk evru.

Í útiklefa fór fram '''merkileg næringarfræðileg umræða og flutti Jón Gauti þá kenning að  manninum væri eðlilegt að hlaupa, drekka, matast, sofa, njóta ásta (not in so many words) - og ef allt þetta héldist í skynsamlegar hendur væri okkur borgið. Góður rómur var ger að málflutningi Jóns Gauta og hefur hann þegar vaxið að áliti í Samtökum Vorum.

Í fyrramálið er hlaup í boði, 10:00, langt, hægt. Ljúft. Vel mætt! Í gvuðs friði, ritari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband