Rugl

Má óhlaupinn hlaupari blogga á bloggi? Er frá einhverju að segja? Eitthvað sem varðar hlaup. Nánar um þetta er því við að bæta að ritari hefur verið frá hlaupum nánast frá áramótum vegna ýmissa kárína sem hann hefir mátt þola. S.l. viku hefur hann legið undir fiðri með kvefpest og horft á ýmislegar seríur af Seinfeld og nokkrar kvikmyndir og lesið í Vídalínspostillu sér til andlegrar uppbyggingar. En ekki komist til hlaupa og hefur það valdið honum verulegu sálartjóni. Loks var það í dag að hann taldi á það hættandi að mæta til Laugar í þeirri von að sjá tetur af félögum sínum.

Ritari var sumsé mættur til Laugar eftir mikil og þungbær veikindi á föstudegi, og hitti Denna, Benna og Helmut. Hann sá tilsýndar Einar blómasala, Flosa, Bjössa og Birgi. Helmut var vel sveittur og ánægður með vel heppnað hlaup, ímynd hins hamingjusama hlaupara sem lokið hefur góðu hlaupi við beztu skilyrði. Ritari var beygður og hugsaði hvenær hann fengi þeirrar hamingju notið að mega sveitast í átökum með vinum sínum. Gvuð einn ræður því.

Sigurður Ingvarsson var mættur og hafði greinilega tekið vel á í hlaupi dagsins. Eðlilega barst talið að próf. Fróða. Próf. Keldensis hafði áhyggjur af því að próf. Fróði væri lasinn, um það var sterkur orðrómur. Þegar ritari gat upplýst að veikindin hefðu aðallega falist í því að prófessorinn hefði eingönu hlaupið 38 km s.l. laugardag róaðist prófessor Keldensis og gerði sér góðar vonir að úr myndi rætast fyrir Stórhlauparanum.

Þetta var föstudagshlaup - von er á meiru úr þessari áttinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Táp og fjör og frískir menn, finnast hér í Vesturbæ, það er ekki spurning!

Flosi Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband