Trappað niður fyrir Berlín

Svo stutt var hlaup dagsins að það var eiginlega búið áður en það hófst. Bjössi að prófa sitt fyrsta hlaup eftir meiðsli og gekk vel. Dr. Friðrik mættur og Þorvaldur, Magnús og fleiri góðir hlauparar. Fá orð sögð á stétt, ákveðið að fara Hlíðarfót. Farið hratt út og þá voru gamalkunnugir aktörar í aðalhlutverkunum. Kannski óþarflega hratt! En þetta tók hratt af og hlaupi lokið áður en maður vissi af. Og í ljósi þess að verstu orðhákar Samtaka Vorra voru víðs fjarri var fátt markvert sagt og ekkert af viti.

Stutt í potti og svo haldið til kynningarfundar í safnaðarheimili Neskirkju þar sem farið var yfir undirbúninginn fyrir hlaup og dagskrána. Undir lokin var ég orðinn svolítið smeykur vegna allra varnaglanna og viðvarananna fyrir hlaupið. Mesta athygli vakti þó matseðillinn á Matz og Moritz sem við ætlum að borða á eftir hlaup, þar er hægt að fá ekta þýzkt hlaðborð og stóra bjóra! Ef ég þekki mitt fólk rétt mun ásýnd stóra bjórsins leiða hlaupara síðasta spölinn, eins og hann gerir á föstudögum.

Sprettir á miðvikudag og svo aftur á fimmtudagsmorgun kl. 06:25 frá VBL. Í gvuðs friði. Ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband