Berlín - 1 vika

Æfingarnar

Síðasta vikan! Nú skiptir öllu máli að hvíla. Farið ekki yfir 30 km í vikunni. Mánudagsæfingin má missa sín ef þið hafið tekið æfingu um helgina. Það getur samt verið gott að hreyfa sig, hjóla, synda eða fara í góðan göngutúr. Gerið samt ekkert sem þið hafið ekki gert áður og takið því umfram allt rólega. Reynið að hvíla og sofa eins mikið þessa vikuna og þið getið – og borðið reglulega. Farið ekki að standa í einhverjum stórframkvæmdum núna! Á miðvikudaginn er nauðsynlegt að taka svolítið á en þó ekki þannig að þið verðið eftir ykkur. Takið nokkra spretti á þægilegum hraða. Við leggjum áherslu á að æfing sé tekin á fimmtudagsmorgni á fastandi maga, eftir það byrjum við að „hlaða“ okkur. Við leggjum einnig til að þið SKOKKIÐ á laugardeginum í Berlín. Það er gott að láta blóðið streyma aðeins eftir ferðalagið daginn áður og hvíld síðustu tvo daga.

 
Æfingaráætlun

Mánudagur: Rólegt, 6-8 km.

Miðvikudagur: Sprettir, 7-8 km. 3-8x300 sprettir (60-75s), -60s hvíld á milli.

Fimmtudagur: Morgunhlaup 8-12 km. Hlaupið áður en þið borðið morgunmat.

Laugardagur: Létt skokk í Berlín 3-4 km.

Sunnudagur: Maraþon.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband