Týndur sonur snýr aftur

Flosi hnusaði út í loftið í Brottfararsal og sagði: "Fussumsvei, ég finn lykt af prófessor Fróða." Gat það verið? Var sá týndi snúinn tilbaka? Um síðir sást lúinn maður stíga upp tröppurnar úr kjallaranum og báru sumir kennsl á prófessorinn, sem hefur ekki sézt að hlaupum um nokkurra vikna skeið og búinn að missa úr öll skemmtilegu, löngu hlaupin okkar. Aðrir mættir: dr. Friðrik, Magnús, dr. Jóhanna, Helmut, Una, Margrét, Þorbjörg, Benedikt, Eiríkur og ritari.

Mjög ströng fyrirmæli gengu út í dag um hlaup: bara stutt og taka létta spretti. Þeim sem ekki ætluðu í Berlínarhlaup var gefinn kostur á öðrum útleiðum. Farið á þéttu stími út að Skítastöð. Þar skiptist hópurinn í tvennt eða þrennt, einhverjir fóru á Nes, aðrir héldu áfram austur, og þéttur hópur afrekshlaupara tók spretti: 400 - 300 - 200 - 100 með einnar mínútu hvíld á milli - þrjú holl þannig. Ætlunin var að fara þetta á hálfmaraþonhraða, en þegar á reyndi var hraðinn AÐEINS meiri. Hvað eiga menn líka að gera þegar þeir finna orkuna og úthaldið? Ritari var ánægður að geta svona nokkurn veginn hangið í þeim Margréti, Benna, Eiríki og Unu. Þessir sprettir voru teknir á leiðinni um Hlíðarfót og hjá Gvuðsmönnum lauk seinasta holli og við fórum á hálfmaraþonskokki tilbaka.

Eftir á fréttist af hlaupurum sem fóru 10-12 km á tempóinu 4:40 - 5, sem er nokkuð gott og sýnir hið góða form hlaupara. Sjaldan betra, allir í góðu ástandi, lítið um meiðsl. Góður pottur.

Kom það á óvart er heim var komið og rýnt var í rúðuna: hver blasti við þar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband