Sjór og sól

Já, sólin skein glatt í gær, föstudag, er hlauparar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins mættu til hefðbundins föstudagshlaups, enda engir þjálfarar sjáanlegir. Svo margir voru mættir til hlaups í þetta skiptið, eitt samfellt mannhaf, að undirritaður treystir sér ekki til að nefna alla með nafni. Skal þess þó getið að ekki færri en þrjár konur hlupu með oss. Konurnar voru Brynja, Rúna og Kristín Andersen. Denni sagðist vera sendur af Nesi til verndar konunum "þeirra" - og virtust menn hafa áhyggjur af að ella yrði farið að atast í þeim. Mikið rætt um heilsufar hlaupara, ástand manna eins og Ágústs og Sjúl rætt og greint - ekki talið líklegt að þeir létu sjá til til hlaupa næstu missirin.

Farið fetið inn í Nauthólsvík, hægt var farið og Vilhjálmur hélt forystunni langleiðina, mættum Jóa sem kom á móti okkur og slóst svo í hópinn. Í Nauthólsvík fórum við Gísli og Flosi í sjóinn, hann var yndislega kaldur og svalandi. Á meðan beið hópurinn uppi á landi og fylgdist með. Við fórum upp úr og hlupum áfram, við Gísli fórum Hlíðarfót, en aðrir fóru hefðbundið. Flosi og Einar blómasali skiptust á að hjóla og hlaupa, báðir eitthvað bilaðir í skrokknum. Er komið var tilbaka var það almenn niðurstaða hlaupara að bezta jólagjöf hlauparans í ár væri göngugrind - það kæmi í veg fyrir að menn væru alltaf dettandi. Efna mætti til göngugrindarhlaups, út að pylsuskúrnum og tilbaka aftur, það tæki svona álíka langan tíma og að fara aumingja.

Í fyrramálið er hefðbundið sunnudagshlaup. Í gvuðs friði. Ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband