Nú styttist í Stóra Daginn

Nú styttist í maraþon og spennan fer vaxandi í Hlaupasamtökum Lýðveldisins, hverjir fara heila porsjón, hverjir hálfa? Kandídatar í heila eru: Jörundur, Birgir, Sjúl, ritari, Eiríkur og vor danski félagi, Andreas. Vilhjálmur fer hálft tuttugasta árið í röð og verðskuldar eftirtekt. Aðrir eitthvað skemur. Nú eru menn í hvíldarfasa, farnir 10-12 km í dag, hlaupið á Nes, fremstu menn fóru e.t.v. á full hröðu tempói - aðrir skynsamari. Engin ástæða til að sprengja sig nokkrum dögum fyrir stóra hlaupið. Mættir: Ágúst, Vilhjálmur, Þorvaldur, Magnús, Gísli, Einar blómasali, ritari, Sjúl, dr. Friðrik, Birgir, Jörundur og Hjörleifur.

Á leiðinni féllu ýmis gullkorn og ráðleggingar um hlaup sem vonandi koma að góðum notum á laugardaginn er kemur. Og svo þessi saga: ónefndur maður var vínhneigður, kom heim til sín á laugardagskveldi, slompaður. Kona hans brást ókvæða við og hótaði honum því, að ef hann hætti ekki drykkjunni, færi hún frá honum, og það ekki seinna en á mánudeginum þar á eftir. Hann orti:

Eilítið ég á mér finn,
að mér setur kvíða,
ekki á morgun heldur hinn
hætti ég að drekka.

Í gvuðs friði, ritari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama kona var einnig að rexa í öðrum manni og fullvissaði hann um að engin kona gæti gifst honum sökum drykkjuskapar. Hann orti:

Gamli Bakkus gaf mér smakka

Gæðin bestu öl og vín

Honum á ég það að þakka

að þú ert ekki konan mín.

Sigurður Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband