Góður dagur

Mætt á sunnudagsmorgni Ólafur Þorsteinsson, Magnús tannlæknir, Tobba og Ólafur skrifari. 6 stiga hiti við upphaf hlaups, heiðskírt og algjör stilla. Gat ekki betra verið! Magnús bar sig illa, kvaðst kvalinn í hálsi og var lofað rólegu hlaupi. Á það reyndi þó ekki því að hlaup var allþétt, fólk hélt hópinn alla leið og ræddi málin af yfirvegun og upplýsingu. Benzinn hafði minnt Formann til Lífstíðar á hlaup dagsins, en lét ekki sjá sig. Enginn vissi hvar blómasalinn hélt sig. Magnús ætlaði að segja sögu í Nauthólsvík, en hætti við af ótta við að hún endaði á netinu. Svona eru menn farnir að ritskoða sjálfa sig.

Þetta var bara hefðbundið á sunnudegi og sosum ekki mikið um það að segja, utan hvað menn voru á því að nú mætti Hjálmar okkar fara að skrúfa frá vatninu í vatnshönunum í borgarlandinu, úr því að búið er að opna fyrir vatnið í Kirkjugarðinum. 

Mannval í Potti, próf. emeritus dr. Einar Gunnar, Jörundur, Mímir og Stefán verkfræðingur, Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari, sem er nýr pottfélagi, uppfullur af skemmtisögum. Góður hlaupadagur að baki og Allinn á undanhaldi, gyllinæðin fjarskyld frænka. Í gvuðs friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband