Enn er hlaupið

Einhverjir kynnu að halda að hlaup væru almennt fallin niður hjá Hlaupasamtökum Lýðveldisins á sunnudögum. Svo er ekki. Nú voru mættir skrifari, Formaður Vor, Magnús og Einar lærisveinn. Einar var léttur á sér eins og skógarhind og skottaðist í kringum okkur glaður í bragði þar sem við siluðumst áfram Ægisíðuna. Mikill og hvass mótvindur alla leið austur á Flanir. Hlaupið var hefðbundið með vikuskammti af sögum um vini okkar og því helsta úr bæjarslúðrinu. Gengið á völdum stöðum, en annars haldið vel áfram og tekið á því. Lítil dramatík og hlaupi lauk á léttum nótum á Plani.

Í Potti var lögð ein löng vísbendingaspurning fyrir Helgu sem hún leysti merkilega vel úr með tilheyrandi persónufræði og ættfærslum. Nýr félagi án hlaupaskyldu, Dóra Guðjohnsen, vígð í samfélag vort og fengið nýtt nafn á dr. Baldur. Baldur var fjarverandi og fær ekki að heyra af hinu nýja nafni nema hann sýni sig í Potti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband