Skrifari hljóp einn

Einmanaleikinn og einstæðingsskapurinn er fylgikona hlaupanna. Hlaupasamtök Lýðveldisins eru íþrótta- og menningarsamtök í Vesturbænum. Þar hlaupa alla jafna afrekshlauparar, jafnt konur og karlar, og svo fá menn eins og Einar blómasali og skrifari einnig að dingla með. Boð gekk út um hlaup á Þolláksmessu kl. 16:30 frá Laug Vorri. Mættir, nei, ég meina mættur: skrifari. Aðrir voru ekki mættir. Það má sosum ímynda sér að menn hafi verið að tapa sér í jólastressinu og ekki verið mönnum sinnandi. Skrifari er skilningsríkur maður. Vitanlega hefur maður skilning á því að menn vilji vera vel búnir undir hátíð Frelsarans. Síst hvarflar það að skrifara að fara að núa mönnum því um nasir að þeir forgangsraði vitlaust og láti Hátíð Kaupmanna (Federico included) ganga fyrir hlaupum, en þó fær hann ekki staðist þá freistingu að senda félögum sínum þessa jólakveðju: ÞIÐ ERUÐ SÓLSKINSHLAUPARAR!

Sjáumst í Kirkjuhlaupinu á Annandaginn, hlaupið frá kirkju þeirra á Nesinu stundvíslega kl. 10:00 á annan dag jóla. Kakó og kökur að hlaupi loknu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband