Vandamálin eru benzín framfara

Höfundur fleygra orða í fyrirsögn pistils er sjálfur Melabúðarkaupmaður. Samt vafðist inntakið fyrir nokkrum Pottverjum í lok hlaups dagsins og var málinu eytt. Til hlaupa mættu: próf. Fróði, Kalli, Flosi, Heiðar, Helmut, dr. Jóhanna, skrifari, Ólafur Gunnarsson, Þorvaldur, Maggi - og svo bættist Kaupmaður í hópinn síðar og Benzinn var víst eitthvað að sprikla líka. 

Farið um Viðimel út á Nes. Veður gott, en gerðist svalara á Nesi. Búið er að reisa tröppu yfir sjóvarnagarðinn í Ánanaustum og niður í sjó, væntanlega til sjóbaða á heitum sumardögum. Skrifari fór rólega yfir og beið þess að skrokkurinn hitnaði að því marki að hlaup yrði ánægjulegt. Kalli, Þorvaldur og Maggi styttu við Lindarbraut og gáfu engar skýringar á framferði sínu. Aðrir höfðu haldið áfram á Nes, fyrir Gróttu og jafnvel fyrir golfvöll, meðan dr. Jóhanna, Heiðar og Frikki fóru allt aðra leið, Víðimel út á Suðurgötu, Skítastöð og svo vestur úr.

Þetta batnaði bara eftir því sem leið á hlaup og var bara hamingja. Farið hjá Bakkatjörn og tilbaka. Lokið við rúmlega 9 km hring á skikkanlegum tíma. Unaðslegt! Í Potti var rætt um árshátíð. Áhugi á að hafa hana í Rafveituheimilinu og var skipuð nefnd á staðnum til þess að ganga í málið. Skipan verður sú að þátttakendur koma hver með sitt og Baldur bruggar guðaveigar. Skemmtiatriði: töfrabrögð, söngur, ræðuhöld. Bjössi kokkur verður útkastari. Meira síðar.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband