Vilhjálmur á Plani

Þar sem Skrifari er í djúpum samræðum við deildarstjóra sinn í Stjórnarráði Íslands á þriðjudagseftirmiðdegi verður honum litið út á hið gamla Sambandsplan á Sölvhóli. Hver stendur þá ekki við þýzka eðalbifreið sína nema sjálfastur V. Bjarnason, Frambjóðandi Lýðveldisins í Kraganum, glaðbeittur sem endranær. Og sem hann fangar mynd Skrifara í augnvinkilinn grípur hann símann og slær númerið, aðeins til þess að spyrja hvort Ó. Þorsteinsson sé fundinn. Aukinheldur sem hann vildi benda á að Ólafur sé svo áttavilltur þegar kemur að kennileitum sem falla austan Lækjar að þó hann ætti að vinna það sér til lífs þá gæti hann hvorki bent á né ratað á Esjuna. Þaðanafsíður að hann sæi tilefni til þess að gera sér ferð þangað. Söguhöfundum sunnudagshlaups sást yfir þennan augljósa skavanka. Hvað menn athugi.
Með ást og virðingu.
Scr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband