Sunnudagur - síðustu leikir á HM í handbolta

Það ku hafa verið hlaupið á þessum morgni, enda falla hlaup ekki niður þótt annálaritari sé frá vegna þrálátra meiðsla. Veröldin heldur víst áfram og skapar sína sögu þótt maður eigi bágt með að trúa því. Þeir voru fimm sem hlupu: Ó. Þorsteinsson, Flosi, Þorvaldur, Einar blómasali og Magnús Júlíus. Hlaupinn hefðbundinn sunnudagshringur, en stytt um Laugaveg vegna eindreginnar vestanáttar. Magnús sneri að vísu við án þess að hafa lokið embættisverkum morginsins og mætti Mími á Ægisíðu sem tók létt skokk með honum síðustu metrana.

Ritari lét sig hafa það að mæta í pott, enda einvalalið þar fyrir. Fyrir utan hlaupara voru dr. Baldur, dr. Einar Gunnar, Helga Jónsdóttir Zoega og fyrrnefndur Mímir. Helstu mál voru rædd og greind í þaula. Rifjuð upp kosningaúrslit frá sjöunda áratugnum, en fáir eru fróðai um niðurstöður kosninga en dr. Baldur. Þá var rætt um handboltann, en síðustu leikir í heimsmeistarakeppninni eru í dag. Þótti mönnum synd að Ísland hefði ekki fengið tækifæri til að mæta Dönum eða Svíum á mótinu. Það eru oft skemmtilegir leikir. Sagðar sögur af fólki. Stutt umfjöllun um Hrepparnir keppa frá föstudegi þar sem hann Vilhjálmur okkar sigldi áfram önugur að vanda. Höfðu menn áhyggjur af heilsufari dómarans, sem veiktist á sl. vetri og einhvern rámaði í kvitt þess efnis að Ó. Þorsteinsson hefði verið nefndur sem líklegur arftaki hans í sæti spurningahöfundar og dómara.

Nú líður vonandi senn að því að ritari komist í hlaupaform á ný og geti haldið áfram undirbúningi að Laugavegshlaupi á sumri komanda. Þá er bara að halda áfram að horfa á úrslitakeppni HM á DR1. Áfram Danmörk og SvíÞjóð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband