Undirbúningurinn er hafinn!

Sex hlauparar voru mættir við Vesturbæjarlaug kl. 10 í morgun til þess  að taka fyrsta hlaup ársins. Þetta voru Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Jörundur, blómasali, ritari og Rúna Hvannberg. Veður gott og færð góð. Lagt upp á rólegu nótunum. Formaður sagði í ítarlegu máli frá dularfullu morðmáli í Bristol á Englandi þar sem formaður LibDem í plássinu hefur setið undir grun. Var þessi frásögn svo ítarleg að hún entist okkur 1,8 km leið og var ekki minnst á nafn V. Bjarnasonar alla þá leið. En svo var ekki hjá því komist að taka stuttan upplýsingapunkt um hann.

Eðlilega var Laugavegurinn ofarlega á baugi í hlaupi dagsins, þar eð senn líður að skráningu, 5. jan. n.k. Mun Jörundur miðla upplýsingum um hvenær skráningin byrjar. Staldrað við í Naúthólsvík þar sem við tókum umræðu um skófatnað sem er nauðsynlegur á Laugavegi. Svo tók við Kirkjugarður og Veðurstofuhálendi. Voru hlauparar þokkalega fram gengnir eftir hátíðirnar og gekk stórvandræðalítið að fara fetið.

Eftir Veðurstofu fórum við Jörundur og Þorvaldur að síga fram úr þeim hinum og var ákveðið að stoppa ekki eftir Ottarsplatz, en halda áfram allt til Laugar. Teygt vel á Plani. Í potti voru helztu fulltrúar sunnudagsklúbbsins, þ. á m. Mímir eftir nærri þriggja mánaða fjarveru. Aðrir: dr. Baldur, dr. Einar Gunnar, og þau hjón, Stefán og Helga Jónsdóttir. Setið góða stund og margt skrafað, t.d. um Skaupið.

Þetta var fyrsti leggur í undirbúningi fyrir Laugaveginn - og lofar bara góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband