Hlaupasamtökin eru gestgjafar Samskokks 6. nóvember

Laugardaginn 6. nóvember nk. verður þreytt Samskokk frá Vesturbæjarlaug. Það eru Hlaupasamtök Lýðveldisins sem annast undirbúning og skipulag skokksins að þessu sinni. Lagt er upp frá Laug kl. 9:30 og farnar valdar leiðir eins og lýst hefur verið á Hlaupadagbókinni. Að hlaupi loknu er boðið upp á vel valdar neyzluvörur úr hillum Melabúðar. Gaman verður að sjá sem flesta hlaupara af Höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) taka þátt í hlaupinu.

Fleira stendur fyrir dyrum hjá Samtökum Vorum. N.k. er Fyrsti Föstudagur og verður hann haldinn hátíðlegur með hefðbundnum hætti hvað sem öllu samskokki líður. Ennfremur er verið að leggja lokadrög að 25 ára afmælishátíð Samtakanna og verður fljótlega send út lokadagskrá og veittur lokafrestur til skráningar, en hátíðin sjálf verður föstudaginn 12. nóvember í safnaðarheimili Neskirkju.

Allt var þetta uppi á borðum í hlaupi dagsins, sem ritari missti af sökum anna í þágu upplýsingar í Lýðveldinu. Hann vanrækti hins vegar ekki að láta sjá sig í potti þegar hlauparar komu þangað. Varð fagnaðarfundur meðal hlaupara sem ekki höfðu sézt í allnokkurn tíma, svo sem blómasala og ritara, en viðstaddir höfðu á orði að þeir hefðu bætt á sig aðskiljanlegum fjölda kílóa í formi fitu. Við tóku miklar umræður um matargerð, m.a. rætt um brezka eiturbrasarann Nigellu Lawson, sem ritari hefur ekki miklar mætur á. Gefnar upp uppskriftir af ýmislegu tagi. Voru þarna mætt dr. Jóhanna, Helmut, Frikki, Bjarni Benz, auk fyrrgreindra feitlaginna ferðamanna, og svo kom Flosi hafandi farið 18 km og dottið á svelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband