Þeir kalla hann Viktor

Einn af þessum ótrúlegu og eftirminnilegu dögum, laugardagur rann upp bjartur og fagur, hlýtt í veðri, einhver gola. Þessir mættir til hlaupa: dr. Jóhanna, blómasalinn, ritari, Hannes, Flóki, Eiríkur, Ragnar og Jóhanna hin. Þessir á hjólum: Jóginn, Kári og Rúnar. Flóki og Hannes voru með plan um langt, um eða yfir 30 km. Aðrir hógværari, en þó áhugi á Stíbblu. Rifjuð upp ánægjuleg kvöldstund að Kára og Önnu Birnu í gærkvöld til þess að fagna Fyrsta Föstudegi. Þar var snætt, drukkið og horft á Uruguay og Ghana. Allir voru fegnir því að ekki var tekin mynd af berum karlmönnum á Nesi fyrr um daginn.

Lagt upp á rólegu nótunum, nema hvað Hannes og Flóki settu fljótt upp tempóið. Dólað inn í Nauthólsvík, Jóhanna og Ragnar ætluðu á Kársnesið, ég sá fram á að verða skilinn eftir. Beið því eftir blómasalanum og saman lögðum við í Fossvoginn. Þar var full ástæða til þess að lofsyngja veðrið og aðstæður allar, gróðurangan í lofti, fuglasöngur, fólk í görðum og á stígum. Íslenska sumarið gerist ekki betra!

Við fórum leið sem Flosi hefur gjarnan farið þegar við hinir höfum farið Goldfinger, það er hin neðri leið sem þau hafa kallað Viktor, gegnum hverfi sem kennt hefur verið við Blesugróf, yfir brú á Breiðholtsbraut. Yfir í Breiðholtið og upp að Stíbblu. Þar stöldruðum við við um stund og horfðum á fjöld laxa ofan í ánni. Áfram og niðurúr.

Það verður að segjast eins og er að hitinn hafði ekki góð áhrif á okkur, við vorum farnir að örmagnast í Fossvoginum á leiðinni tilbaka. Blómasalinn orðinn ansi hægur og farinn að dragast aftur úr. Ég dokaði þó við eftir honum inn á milli. Skellti mér í sjóinn í Nauthólsvík og kældi mig niður, það var gött!

Síðustu fjórir kílómetrarnir voru erfiðir. Við rifjuðum upp boð Jörundar um að fara með okkur um Laugaveginn, en ekkert hefur heyrst frá honum um þau áform. Er þeim vangaveltum hér með komið á framfæri.

Undir það síðasta var blómasalinn kominn í sykurfall og varð að fá sér límonaði í Móttökusal laugarinnar er komið var tilbaka. Við hittum dr. Jóhönnu, en aðrir voru farnir, utan hvað við sáum Flóka þar sem hann var að hefja hlaup af nýju þar sem við vorum að ljúka því. Frábær dagur, þokkalegt hlaup, en erfitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband