Á Signubökkum

Félagar okkar hlupu í dag um Ódáinsvelli og á Signubökkum með eftirfarandi árangri:

Rúnar Reynisson: 2:59:00
Margrét Elíasdóttir: 03:10:45
Benedikt Sigurðsson: 03:12:21
Eiríkur Magnús Jensson : 3:14:21
Friðrik Ármann Guðmundsson: 3:22:30
Einar Þór Jónsson : 03:43:24
Rúna Hvannberg Hauksdóttir 4:11:51


Við óskum þeim til hamingju með gott gengi.

Á sama tíma var runnið hefðbundið sunnudagsskeið um Sólrúnarbraut. Valinkunn góðmenni í Vesturbænum fundust við Laug og áttu góðan hlaupasunnudag. Þessir voru: Ó. Þorsteinsson, Magnús Júlíus, Jörundur og Ólafur ritari. Veður gott, hiti um 7 stig og hægur vindur. Hlauparar sendu góða strauma yfir hafið til félaganna í París og óskuðu þeim alls hins bezta í átökum dagsins. Ýmislegt fór manna á milli í Brottfararsal sem ekki verður haft eftir hér.

Menn sögðu fréttir af skemmtanahaldi helgarinnar, sem var í alla staði hófstillt. Ýmsir aðilar hafa mjög sett sig í samband við Ólaf Þorsteinsson upp á síðkastið og óskað eftir upplýsingum frá honum um aðskiljanleg atriði, enda er hann maður fróður og upplýstur um persónur og atburði í nútímanum. Þannig var hlauipið með hefðbundnum stoppum og verður að segjast að hlaupið hafi í alla staði verið hefðbundið. Eina afbrigðið kom á Geirsgötu þegar ákveðið var að fara um Austurvöll og upp Túngötu. Þar hitti Ólafur Þorsteinsson mann sem hann VARÐ að tala við og missti því af okkur. Er komið var til Laugar gat hann þó engan veginn munað hvað maðurinn hét, en sá reyndist vera Eiríkur Guðmundsson, umsjónarmaður Viðsjár og mun á næstunni birta bókmenntalega greiningu á Þegar kóngur kom - bókinni sem er skyldulesning allra þeirra sem hafa borið gæfu til þess að útskrifast með studentexamen úr Reykjavíkur Lærða Skóla.

Pottur vel mannaður með helztu fulltrúum Samtakanna án hlaupaskyldu. Næsta hlaup á morgun, mánudag, kl. 17:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband