Hvers konar undirbúningur?

Í gær, föstudag, var ritari Hlaupasamtakanna mættur í Laug eftir erilsama ferð til útlanda í þágu Lýðveldisins. Lá þar í potti og spjallaði við Kára og Önnu Birnu, sem voru löt eins og ritari. Sá einnig hlaupara dagsins, sem voru Ágúst, Jörundur, Benzinn og Ragnar, og að auki Hjálmar. Þeir veittust að honum með hefðbundnum árásum og níði. Í morgun sá hann svo Eirík, Rúnar og Möggu sem fóru 32 km í dag. En nú er spurt: hvar er blómasalinn? Á sá maður ekki að vera að fara 100 km í þessari viku? Er það satt, sem flogið hefur fyrir, að hann sé á skíðum á Agureyri? Er það góður undirbúningur fyrir maraþon? Þegar þjálfari var í morgun spurður þessarar spurningar kvað hann nei við. Það er ekki góður undirbúningur fyrir maraþon.

Á morgun, sunnudag, verður hlaupið hefðbundið 12 km sunnudagshlaup kl. 10:10 - verður þá af nægu að taka í umfjöllunum dagsins. Vel mætt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband