Þvílíkur fábjáni

Ekki þekkir maður marga fábjána. Kannski er fábjáni engin definitív stærð, heldur aðili sem tekur rangar ákvarðanir í gefnum aðstæðum. Alla vegana var sú ákvörðun blómasala að mæta ekki til hlaups í dag þegar skrifari mætti með ferskt gæðasúkkulaði frá Belgíu röng. Skrifari kom sumsé með beinu flugi frá höfuðborg Evrópusambandsins og lenti kl. 15:15 og hafði gert stuttan stans á Landakotshæð þegar haldið var til Laugar. Hafandi baðast hitti hann fyrir Flosa og Ólaf heilbrigða og bauð þeim upp á forláta súkkulaði. Blómasalinn mætti ekki til hlaups og fékk þarafleiðandi ekki forláta belgískt gæðasúkkulaði.

Allir vorum við sammála um að blómasalinn væri skammsýnn, að ekki sé minnst á prófessor Fróða, sem sleppti alfarið hlaupi í dag, á Fyrsta Föstudegi. 

Fjarri sé það mér að kalla nokkurn mann fábjána, en...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband